top of page

Blindur fær sjón

Jesús var á gangi með lærisveinum sínum þegar hann sá blindan mann sitja og betla. Einn lærisveinanna spurði hvort hann væri blindur vegna eigin gjörða eða vegna gjörða foreldra sinna. Jesús sagði hvorugt vera rétt. Hann fæddist blindur til að fólk fengi að sjá kraft Guðs á jörðinni. Jesús hrækti í moldina á jörðinni og útbjó leðju sem hann smurði á augu blinda mannsins. Þegar blindi maðurinn hafði þvegið sér var hann ekki blindur lengur. Hann sá og tók trú!a

Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin

Hvað heitir laugin sem blindi maðurinn átti að skola sig í? Sílóa.

Hvers vegna urðu Gyðingar svona reiðir þegar þeir heyrðu hvað Jesús hafði gert? Það var hvíldardagur en þann dag mátti enginn vinna.

Hvers vegna fæddist maðurinn blindur? Til þess að fólk gæti séð krafta Guðs á jörðinni.

Eldri börnin

Blindi maðurinn sagði sögu sína, jafnvel þó svo að fólkið í kringum hann ætti erfitt með að trúa að hún væri sönn. Finnst þér erfitt að segja fólki frá því sem Jesús gerir? Dettur þér í hug saga um Jesú sem aðrir þurfa að heyra?

Hvers vegna áttu trúarleiðtogarnir erfitt með að samþykkja að Jesús hefði læknað manninn?

Biðjið - hægt með hermibæn

Góði Guð.
Þakka þér fyrir öll kraftaverkin sem þú hefur gert. Þú getur gert það sem enginn annar getur gert. Viltu gefa mér meiri trú.
Í Jesú nafni,
Amen.

Sagan er byggð á

Jóhannes 9

Tengdar sögur til að segja frá
  • Jesús læknar tvo blinda til viðbótar

  • Jesús læknar heyrnalausan

bottom of page