Sagan um Daníel í ljónagryfjunni er saga um öfundsýki. Vitringar konungs þoldu ekki að Daníel væri vitrari en þeir og ákváðu að losa sig við hann. Þeir skrifuðu drög að lögum um að enginn mætti biðja til annars en konungsins, sem konungur svo samþykkti. Þeim sem ekki færu eftir þessum nýju lögum yrði kastað í gryfju, fullri af hungruðum ljónum. Konungurinn taldi sig vera guð. Hinn sanni Guð lokaði þó munni ljónanna og Daníel komst heill af.
Spurningar til að skapa umræður
Yngri börnin
Hver voru nýju lögin sem konungurinn setti? Enginn mátti biðja til annars en konungsins næstu 30 daga.
Hvers vegna var Daníel handtekinn? Því að Daníel bað til Guðs sem hann mátti ekki gera vegna nýju laganna. Daníel varð að biðja, hann elskaði Guð.
Hver lokaði munni ljónanna? Guð sendi engil sem lokaði munni ljónanna.
Eldri börnin
Daníel var settur yfir allt ríkið en hinir starfsmennirnir urðu öfundsjúkir. Hvers vegna heldurðu að þeir hafi orðið öfundsjúkir?
Verður þú stundum öfundsjúk/ur?
Hvernig geturðu komið í veg fyrir það?
Biðjið - hægt með hermibæn
Góði Guð.
Þakka þér fyrir að þú lokaðir munni ljónanna og bjargaðir Daníel. Viltu hjálpa mér að treysta þér. Hjálpaðu mér að biðja til þín oft á dag eins og Daníel.
Í Jesú nafni,
Amen.
Sagan er byggð á
Daníel 6